Gúrkutíð og þegar sykur verður að kjöti

 Í Danmörku eru 5 árstíðir og mér sýnist svo eiga við hér heima líka. Gúrkutíðin  ríkir þegar ríkisstjórnir eru í löngum fríum og eðlilega lítið fréttnæmt frá þeirra starfi í blöðunum á meðan. Á hinn bóginn er uppskera þýðingarlausra frétta frekar góð og einnig sé ég hilla í báglega unnið efni sem ekki upplýsir lesandan en er þvert á móti villandi og auðvelt að misskilja. Til dæmis frétt sem ég las í Pressunni um daginn. Yfirskriftin er "Kjöt er jafn fitandi og sykur - Próteinin leiða til offitu". Blaðamaður heldur áfram og túlkar á sinn hátt viðamikla rannsókn You og Henneberg sem birt var í BioMed Central 18. apríl síðastliðinn og skrifar "Neysla á kjöti er jafnt fitandi og sykur, kjöt er því jafn mikill sökudólgur og sykur þegar kemur að offitufaraldrinum".

Mér finnst ástæða til að anda aðeins inn í þessa rangtúlkun og skoða betur. Markmið rannsóknar þessarar var að skoða offitu og samhengi við ofneyslu á markó næringarflokkunum með sértaka áherslu á próteinum frá dýrum aðallega kjöti. Ofneyslu ber að skilja sem það sem umfram verður af orku þegar líkaminn er búinn að nýta það sem hann þarf í eðlilega virkni. Restin af orkunni verður geymd sem líkamsfita.

Þessi rannsókn, sem ég hef gert mér það ómak að lesa vel og vandlega, nefnir ekki sykur einu einasta orði enda er sykur ekki einn af næringarflokkunum. Þeir eru prótein, kolvetni og fita.

Sykur er ekki það sama og kolvetni. Það er rétt að melt kolvetni frá grænmeti, ávöxtum, korni og baunum breytast misjafnlega hratt í blóðsykur og umfram þann sem líkaminn ekki nýtir sem orku hér og nú er geymd sem fita. Sem kallar á hógværð í neyslu og meðvitund um tegund og gæði kolvetna. En útilokar þau ekki sem náttúrulegan orkugjafa. 

Sykur, eða köllum það réttilega viðbættur sykur, hefur ekkert að gefa nema vandræði og engan, alls engan heilsusamlegan ávinning og ber að forðast. Það eru fjölmargar rannsóknir sem hafa komist að sömu niðurstöðu sem er áhrif viðbætts sykurs við velferðarsjúkdóma, offitu og bólgumyndun.

Þess vegna er út í hött að vara við kjötneyslu á þeim forsendum að kjöt sé alveg eins hættulegt og sykur, eins og Pressan virðist gera. Það gerir You heldur ekki í rannsókn þessari sem um ræðir. Hins vegar bendir hann og hans teymi á, að umfram orka frá meltum próteinum frá kjöti breytist í fitu sem líkaminn geymir sem forða í fitufrumum. Þetta vitum við og er ekkert nýtt þannig séð, ef maður þekkir líffræði lítilega. En You setur fram tölur, sem benda á, að offita sé ekki bara óhóflegri kolvetnisneyslu að kenna, heldur á ofneysla á kjöti einnig þátt. You og co benda samt á, að það sé óljóst ef og hvort fæðuflokkarnir borðaðir saman, tveir eða þrír í sömu máltíð, hafi áhrif fitumyndun. 

Það eru ekki bara prótein úr kjöti sem í miklu magni breytist í fitu. Plöntuprótein gera það sennilega líka en í minna magni, samkvæmt You, en ástæðan er ekki fyllilega ljós, en hefur sennilega að gera með mismunandi samsetningu á amínósýrum.

Vert að hafa í huga

Það sem ekki er tekið tillit til eða rætt í rannsókn eða í niðurstöðum You, er gæði kjöts eða dýrapróteina til dæmis gerð fóðurs (tilbúið, erfðabreytt, kolvetnisríkt eða grasfóður), vaxtarhormón, uppruni kjöts, streita dýra (á beit eða í "búri”). Þetta á að sjálfsögðu líka við um jurtaptótein. Einnig er ekkert rætt lífsstíll þeirra sem eru í ofneyslu af kjöti eins og hreyfing og líkamsrækt, áfengisneysla, streita og melting og ástand meltingarflóru.

Ofþyngd og offita og afleiðingar fyrir heilsu og sjálfsmynd einstaklingsins er ekki eins einföld eins og við kannski teljum. Allir eru sammála um að svarið liggi í matarræði og lífsstíl en lífsstíls þættirnir gleymast samt oft. Við höfum reynt að setja ábyrgðina alla á fituna í kjötinu og í smjörinu, við vorum vöruð við henni í allri sinni mynd með offitu-, kólesteról og hjartasjúkdóma kortið á lofti. Það tókst og fituhræðslan er enn lifandi þrátt fyrir, að það sé ljóst, að viðvörunin var byggð á röngum forsendum. Fitan hvorki gerir okkur feit eða hjartaveik. Hins vegar, þegar fitan var tekin úr matnum og við borðuðum eðlilega meira af brauði og pasta (kolvetni) fitnuðum við öll. 

Mín 25 ára starfsreynsla segir mér, að það að grennast og viðhalda varanlegu þyngdartapi er ekki falið í mataræðinu einu saman. Lausnin er heldur ekki að fjærlægja einn eða fleiri fæðuflokka úr fæðunni. Hins vegar er ágætis byrjun að borða minna. Af öllu. Það þýðir minni skammtastærðir af kolvetnum og minna af kjöti. 

Það er brýnt að minnka kjötneysluna af fleiri ástæðum en þeim sem víkja að offitu. Það er hreinlega allt of mikil kjötframleiðsla í heiminum og sem hefur áhrif á loftlagsbreytingar. Þetta verðum við öll að vinna saman um og minnka kjötátið. Til dæmis hafa 1-3 daga kjötlausa daga í vikunni.

Siðfræðilega erum við mörg sem hafa minnkað neyslu kjöts og margir alveg að forðast kjöt og eru grænmetisætur eða vegan sem algjörlega sporna við öllu sem á sinn upruna til dýra. Allir hafa rétt á að gera það sem þeim finnst vera réttast. Og við skulum öll sýna umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum.

Sjálf er ég flexitar, þeas ég borða hreint smjör og lífrænt og grasfóðrað kjöt öðru hvoru. Fitan er mér nauðsynleg fyrir heila, hormóna og taugakerfi og kjötið gefur mér alla flóruna af amínósýrum sem ég þarf í vöðva og til að búa til ómissandi gleðigjafa í formi boðefna í heila og mikilvæg andoxunarefni sem líkaminn býr til sjálfur úr til dæmis í lifrinni og B12 og járn fæ ég líka úr gæðakjöti.

Sykur forðst ég og borða sem minnst af. Af fleiri ástæðum. Meðal annars truflar viðbættur sykur einbeitinguna í starfi og í samskiptum við aðra og í nærveru við sjálfa mig t.d. í minni yoga iðkun. Sykurinn rænir mikilvægum næringarefnum og vítamínun og fitar mig um mig miðja og ruglar meltinguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband