Færsluflokkur: Matur og drykkur

Kjötlaus jól og friðarsteik.

Ég er komin í gírinn. Ekki samt í jólagírinn, sem ég, í síðasta pistli, varaði aðeins við að detta of djúpt í. Hins vegar er ég á fullu að gera mitt, til að létta undir hjá þér og mér og öðrum sem kjósa kjötlaus jól og áramót fyrir sig og sína. Lúxus Yogafood Hnetusteikin mín dásamlega og margrómaða ( það má hæla sjálfum sér!) er komin í framleiðslu! Með henni Rótarmúsin góða (sellerí, gulrætur og sætar kartöflur) og ómótstæðileg rauðvínssósa. Jóladinnerinn er tilbúinn og þú þarft ekki að hafa fyrir neinu nema að laga rauðkáls salatið og ”rís a la mangið”.

Þemað í jólahaldinu hjá mér í ár er kærleikur, friður og samkennd. Ég er í yoga orkunni enda að fara að opna Yogafood Café í janúar. Miklu meira um það síðar!

Þegar ég hannaði hnetusteikina á sínum tíma (fyrir bókina mína 9 leiðir að lífsorku), setti ég þrjú skilyrði, eins og ég hef fyrir flestar uppskriftirnar mínar. Innihald verður að gera eitthvað gott fyrir og framkalla eitthvað frábært í kroppnum, það má ekki skaða náttúruna og svo þarf bragðið að vera það gott að það kítli öll vitundarskyn og framkalli gleði og góða stemningu. Hnetusteikin mín uppfyllir þetta allt! Þetta er sannkallaður kærleiks- og friðar matur og hvað á betra við einmitt núna, en að næra ástina og samkenndina og flæðið þar á milli. Langsótt? Kannski. En raunin er sú, að hnetusteikin mín er að minnsta kosti 50% hnetur ( valhnetur, heslihnetur og kasjú hnetur) sem fyrir utan allar góðu og hollu fitusýrurnar, inniheldur töluvert magn af amínósýrunni L-Arginin. Þetta er ansi merkilegt amínósýra sem hefur mikilvæga og margvíslega virkni í líkamanum. Meðal annars fyrir hjartað og blóðþrýsting, blóðsykur og insúlín næmi í frumum, dregur úr bólgum og eykur blóðflæði til hjartans og meltingarfæra og til svæða líkamans, sem hafa þörf fyrir endurvakningu. Þannig getur hnetussteikin mín líka átt þátt í, að kynda undir fiðring og lífsorku þar sem flæðið er tregt. Það er, að vel ígrunduðu máli, að ég hef sellerístilka í hnetusteikinni því þeir eru einnig stútfullir af þessari ágætu amínósýru.

Með steikinni má drekka hefðbundið jóla bland, ef þú villt, en ef þú kýst frekar að fara alla leið og vera sykurlaus, prófaðu þá öðruvísi gosdrykk. Uppáhaldið mitt er svo einfalt! Kaldur kristall sem þú blandar t.d. íslenskum bláberjasafa eða granateplasafa í hlutfallinu 4:1. Svo er líka best að ég segi þér frá öðru uppáhalds, sem er algjörlega í anda kærleikans. Heiti og mjúki appelsínu- og engiferdrykkurinn GingerLove, sem ég leyfi mér á aðventunni, að krydda örlítið með kanil og fæ mér sopa á jólunum. Sumir dýfa piparköku í, sem má alveg. Í þessum drykk og systurinni DetoxLove er líka matarsódi sem afsýrir líkaman. Ég ætla nefnilega ekki að vera súr um jólin. Ég ætla líka að njóta með því að láta líða úr mér þreytu og smá streitu eftir erilsaman mánuð og sofa vel og og vakna endurnærð á nýju ári! SleepyLove er rólega systirin sem hreinlega mun syngja mig í hvíld og góðan svefn með ljúffengu mangó og frægu blómadropunum hans Dr. Bach´s.

 

Hægt er að panta Yogafood Lúxus Hnetusteikina og meðlæti á tobba@yogafood.is

Finndu yogafood á facebook: yoga foodFullSizeRender-7

FullSizeRender-6


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband