Færsluflokkur: Bloggar

Hvað eru margar teiknibólur í rassinum á þér?

543ab6f44216d-458x406Það er nýársdagur og ég er með timburmenn. Ekki út af áfengisdrykkju, ég á ekkert í þann bisness. Nei sykurinn er mitt böl og hefur verið alla mína tíð. Það er ekkert leyndarmál og ég hef ekki dregið neina dulu yfir það gegnum árin. Ég hef oftast góða stjórn á fíkninni en um þessi jól missti ég mig. Þess vegna sit ég hér, í dag, nýársdag að kvöldi kominn, með 10 tíma þungan hausverk, þrýsting bak við augun, 1 kg vökva kringum augun og þrútnar æðar eins og gardínur dregnar niður á kinnar. Mér finnst ég líta skelfilega illa út. Mér líður skelfilega og er uppþemd og uppblásin.

Ég get farið í allan pakkan, þú veist, farið alla leið og að niðurlægt sjálfa mig fyrir aumingjaskapinn, titlað mig ljóta, heimska og algjöran lúser. Ég get líka klipið magafituna á milli fingrana í viðbjóði og mælt ummál lærana með mælibandi til þess eins, að fá sönnun fyrir því, að ég hef fitnað um 1 kg á báðum. Ég get alveg vænst þess af mér, að dissa sjálfa mig og líkama minn á þennan ósjarmerandi hátt, af því að í sykurvímu var heilinn minn vanur að bregðast við með sjálfsskömm. En hann og ég gerum það ekki lengur. Mér hefur, á minni batabraut, tekist róa öndunina og að aga hugsunina til mildi og kærleiks gagnvart mér sjálfri. Það felst meðal annars í því, að fyrirgefa sjálfri mér og tala fallega til og um líkaman minn og það felst einnig í, að vera raunsæ og veruleikatrú og skoða vel þær kringumstæður undangegndu stjórnleysinu. Þær eru í raun ekkert dularfullar og þú þekkir þetta alveg eins vel og ég. Tilfinningingar sem vakna þegar okkur finnst við ekki standa okkur nógu vel, eða ekki að standast væntingar sálfs okkar og annarra, pressa og álag sem ekki var höndlað vel hvorki líkamlega né andlega. Þetta ástand meira eða minna alvarlegt og afleiðingar af því. 

Þú þarft ekki að vera háð(ur) sykri til að skilja hvert ég er að fara. Sykurinn getur eða getur ekki verið ein af orsökunum fyrir því, að þér líður ekki (nógu)vel og ekki bara í dag, heldur í einhvern ómældan síðastliðinn langan tíma. En undir álagi er auðvelt að detta í það, byrja á bara einum mola, taka svo tvo og áður en þú veist af ert þú búinn úr öllum kassanum. Og það kallar á meira. Þú ert komin út af laginu og misst tökin á rútínunni sem ég persónulega, met mikils.

Lífsstíll, mataræði, venjur, mynstur, lífsgildi, líkamlegt og andlegt þol, sagan um sjálfan þig, vinnan, álagið, viðbrögð við streitu, ástin, meltingin, hormónar, lifrin og afeitrunar hæfileiki líffærana. Þetta er hluti af lífinu þínu, og hverning það allt saman vinnur og virkar, eitt og sér og saman sem ein heild,... eða ekki afleiðingarnar sem það hefur fyrir hverning þér og líkamanum þínum líður. Og þær geta sem sagt verið margar. Margar og mismunandi teiknibólur. Hverning viltu að þér líði ? Þolanlega ? Vel ? Eða fullkomnalega vel?  Ef þú kýst það sama og ég, sem er að biðja bara um það besta og nóg af því, þá áttu verkefni fyrir höndum. Göfugt og þýðingarmikið lífsverkefni. Hvað eru margar teiknibólur í rassinum á þér, og hvað valda þær þér miklum óþægindum? Það mun ekki breyta miklu að fjærlægja bara eina, þú verður að taka þær allar! Á Ljómandi, 4 vikna námskeiðinu mínu,tökum við á mataræðinu og lífsstílnum. Ég tek fullt út af teiknibólum en set líka heilmikið inn sem heilar, lagar, bætir, grennir, myndar orku og jafnvægi og gleði. Og best af öllu; þú kemst aftur í rútínuna góðu.

LJÓMANDI 13 hefst 11.janúar kl Yoga_042718 í Oddsson. Upplýsingar og bókun hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

PS Ég hef engan sykur borðað í dag, er bara á basa söfum og djúsum og fullt af góðum próteinum og góðri fitu. Ég finn að það er farið að renna af mér, andlitið að komast í réttar skorður og ég sé aftur hrukkurnar mínar. Ég hef aldrei verið eins glöð yfir sjá hrukkur í andlitinu mínu! 

 


Einn líkami. Eitt líf. Höfum það frábært!

rødbedesmoothieVið erum mörg sem gefum heilsunni og líkamanum aðeins meiri athygli þegar halla fer undan sumri og haustið tekur við. Það er eðlilegt að sleppa aðeins tökum á reglunum og "leyfa sér" að bregða út af vananum í sumarfríinu. Fá sér aðeins meiri bjór og hvítvín, grilla steikur og borða hvítlauksbrauð með og auðvitað fá sér ís á góðviðrisdögum. Ekkert flókið við það. Það, sem hins vegar getur verið flóknara, er að koma sér aftur í gírinn og inn í rútínuna og losa sig við líkamlegu minningar góðs sumars sem eru áþreifanlegar og sýnilegar eins og til dæmis "magabeltið" góða.

Nú kann að vera, að þú hafir ekki breytt út af neinu í sumar og lífsstíll og mataræði spegli vel venjur og lífsreglur þínar. Ef þú ert í topp formi allt árið þá til hamingju með það og þá á þessi pistill kannski ekki erindi til þín. Ef þú ert jó jó típan og skoppar upp og niður í heilsusamlegum ásetningi, þá hinkraðu. Einnig þú sem ert tiltölulega stabíl(l) í óhollustunni. Eigum við ekki að gefa okkur það, að hætta að dissa hvenring líkaminn lítur út eða fara í sjálfsskömmina út af aumingjaskap og framtaksleysi. Tilltu þér frekar niður augnablik og lokaðu augunum, dragðu andann djúpt og dæstu svo. Hátt. Með opinn munn. Þrisvar sinnum. Taktu svo stöðuna. Hverning þíður þér? Hvað ertu ánægð(ur) með? Hvað getur verið betra og hvar þarftu að taka þig á og stöðuhækka þig.

Það er ekki ólíklegt, að við eigum óklárað mál frá liðnum vetri og þau eða afleiðingar þeirra eru enn að krauma í frumunum. Spurningin er hvort þú viljir taka sömu mál með áfram inn í ókominn vetur. Ef þú gefur þér tíma og hlustar, þá er líkaminn að reyna að tjá sig í "magabeltinu", þreytunni, slóleikanum, depurðinni, uppþembunni, hægðateppunni, verkjunum í liðunum, svefnleysinu og eyrðaleysinu. Þetta eru hagnýtar upplýsingar og hluti af lífsstíls sögunni þinni. Til dæmis fitan á maganum. Ef hún er mjúk á naflasvæðinu og flæðir yfir buxnastrenginn er mjög líklegt að þar geymist ójafnvægi á blóðsykri, fæðuóþol, meltingarvandamál og bólgumyndun.

Ef maginn stendur beint út í loftið getur það tengst fitumyndun vegna viðbragða streituhormóna. Þau eru góð og gagnleg í hófi en ef streitan er langvarandi og hvorki líkamlegt, næringarlegt né andlegt viðnám er til staðar, þá hefur það margvislegar afleiðingar. Meðal annars getur verið erfitt at losna við aukakílóin á maganum ef streitan er ekki tekin alvarlega.

Efnaskiptavilla (metabolic syndrome)einkennist meðal annars af fitumyndun á öllum búknum þ.e.a.s undir brjóstum, um miðjuna og niður eftir. Samhliða getur LDL kolesteról verið hátt, HDL kólesteról (það góða)lágt og blóðþrýstingur of hár.

Bólgumyndun (inflammation) er samnefnari í öllum tegundun af fitumyndun. Sagan á bak við öll þessi einkenni á rætur sínar að rekja í lífsstílinn þar á meðal vana og mynstur. Afgerandi þættir eru mataræði, streituvaldar og -viðbrögð, meltingarflóra í þörmum, persónulegur styrkur og sjálfsmynd.

Ef þú t.d.furðar þig á, að þú grennist ekki eða sért orkumeiri, þrátt fyrir líkamsrækt og minni neyslu af sykri, þá eru hugsanlega fleiri þættir sem þarf að líta á og vinna í. Vert er að hafa í huga, að streitan frá síðasta vetri eða síðustu vinnutörn er enn að virka líkamanum þó svo að þú hafir verið í 3 vikna fríi. 

Meltingin og meltingarflóran í þörmum skiptir líka mjög miklu máli og margar rannsóknir tengja lélega flóru við fitumyndun og offitu og góða heilsu almennt. Mín margra ára reynsla er sú, að svo til allir eiga við einhvers konar meltingarvandamál að stríða og sem geta haft áhrif á eðlilega starfsemi lifrarinnar og á framleiðslu boðefna sem eru afar mikilvæg fyrir orku, andoxun, gleði, hamingju, geðheilsu og svefn. 

Þreytan og orkuleysið er saga út af fyrir sig. Orkumyndun líkamans er meðal annars háð jafnvægi í blóðsykri og hormónum sem aftur er háð rétt samansettu mataræði. Lífsorkan sjálf verður til í frumum, hamingjunni og sköpunargleðinni. Við bindun oft orkuna í ýmislegt sem þjónar okkur misjafnlega vel. Til dæmis í ímyndun eða hugmynd sem ekki alltaf á við veruleikan að styðja (allir eru vondir við mig, misskilja mig, svíkja mig), í skömm eða sektartilfinningu eða við sitjum föst í einhverju sem heyrir fortíðinni til og viljum (getum) ekki sleppa. Sykurinn blessaði, verður oft besta meðalið og huggar okkur þegar við erum í sárum.  

Við eigum eitt líf og einn líkama og mitt besta ráð er að taka ábyrgð og gera eitthvað gott, uppbyggilegt og varanlegt fyrir bæði. Mataræðið er hornsteininn. Að gefa líkamanum, ekki bara það sem hann þarf á að halda til að komast af, heldur það allra besta fyrir þig. Matur og næringarefni sem næra, bæta, laga og kæta. Líkamlega og andlega. Hagnýtur matur byggir upp og styrkir vöðva, vinnur á bólgum og brennir fitu og býr til nýtt minni í heilanum! Réttur matur og góðu gerlarnir laga meltunguna og gera klósettferðirnar reglulegri og í alla staði ánægjulegri. Mataræðið gerir þetta ekki eitt og óstutt. Líkamsrækt, yoga og útivera er liður í ljómandi góðum lífsstíl. Líkaminn þinn verður 10 árum yngri!

Það gerir þetta enginn fyrir þig. Heilsan er ábyrgð okkar og það er frábært frelsi falið í, að þekkkja likaman sinn og hvað hann nærst best á. En öll þurfum við stuðning. Við þurfum ekki að vera alein á þessu ferðalagi. Taktu þátt með mér í Ljómandi Heilsubyltingunni!


Gúrkutíð og þegar sykur verður að kjöti

 Í Danmörku eru 5 árstíðir og mér sýnist svo eiga við hér heima líka. Gúrkutíðin  ríkir þegar ríkisstjórnir eru í löngum fríum og eðlilega lítið fréttnæmt frá þeirra starfi í blöðunum á meðan. Á hinn bóginn er uppskera þýðingarlausra frétta frekar góð og einnig sé ég hilla í báglega unnið efni sem ekki upplýsir lesandan en er þvert á móti villandi og auðvelt að misskilja. Til dæmis frétt sem ég las í Pressunni um daginn. Yfirskriftin er "Kjöt er jafn fitandi og sykur - Próteinin leiða til offitu". Blaðamaður heldur áfram og túlkar á sinn hátt viðamikla rannsókn You og Henneberg sem birt var í BioMed Central 18. apríl síðastliðinn og skrifar "Neysla á kjöti er jafnt fitandi og sykur, kjöt er því jafn mikill sökudólgur og sykur þegar kemur að offitufaraldrinum".

Mér finnst ástæða til að anda aðeins inn í þessa rangtúlkun og skoða betur. Markmið rannsóknar þessarar var að skoða offitu og samhengi við ofneyslu á markó næringarflokkunum með sértaka áherslu á próteinum frá dýrum aðallega kjöti. Ofneyslu ber að skilja sem það sem umfram verður af orku þegar líkaminn er búinn að nýta það sem hann þarf í eðlilega virkni. Restin af orkunni verður geymd sem líkamsfita.

Þessi rannsókn, sem ég hef gert mér það ómak að lesa vel og vandlega, nefnir ekki sykur einu einasta orði enda er sykur ekki einn af næringarflokkunum. Þeir eru prótein, kolvetni og fita.

Sykur er ekki það sama og kolvetni. Það er rétt að melt kolvetni frá grænmeti, ávöxtum, korni og baunum breytast misjafnlega hratt í blóðsykur og umfram þann sem líkaminn ekki nýtir sem orku hér og nú er geymd sem fita. Sem kallar á hógværð í neyslu og meðvitund um tegund og gæði kolvetna. En útilokar þau ekki sem náttúrulegan orkugjafa. 

Sykur, eða köllum það réttilega viðbættur sykur, hefur ekkert að gefa nema vandræði og engan, alls engan heilsusamlegan ávinning og ber að forðast. Það eru fjölmargar rannsóknir sem hafa komist að sömu niðurstöðu sem er áhrif viðbætts sykurs við velferðarsjúkdóma, offitu og bólgumyndun.

Þess vegna er út í hött að vara við kjötneyslu á þeim forsendum að kjöt sé alveg eins hættulegt og sykur, eins og Pressan virðist gera. Það gerir You heldur ekki í rannsókn þessari sem um ræðir. Hins vegar bendir hann og hans teymi á, að umfram orka frá meltum próteinum frá kjöti breytist í fitu sem líkaminn geymir sem forða í fitufrumum. Þetta vitum við og er ekkert nýtt þannig séð, ef maður þekkir líffræði lítilega. En You setur fram tölur, sem benda á, að offita sé ekki bara óhóflegri kolvetnisneyslu að kenna, heldur á ofneysla á kjöti einnig þátt. You og co benda samt á, að það sé óljóst ef og hvort fæðuflokkarnir borðaðir saman, tveir eða þrír í sömu máltíð, hafi áhrif fitumyndun. 

Það eru ekki bara prótein úr kjöti sem í miklu magni breytist í fitu. Plöntuprótein gera það sennilega líka en í minna magni, samkvæmt You, en ástæðan er ekki fyllilega ljós, en hefur sennilega að gera með mismunandi samsetningu á amínósýrum.

Vert að hafa í huga

Það sem ekki er tekið tillit til eða rætt í rannsókn eða í niðurstöðum You, er gæði kjöts eða dýrapróteina til dæmis gerð fóðurs (tilbúið, erfðabreytt, kolvetnisríkt eða grasfóður), vaxtarhormón, uppruni kjöts, streita dýra (á beit eða í "búri”). Þetta á að sjálfsögðu líka við um jurtaptótein. Einnig er ekkert rætt lífsstíll þeirra sem eru í ofneyslu af kjöti eins og hreyfing og líkamsrækt, áfengisneysla, streita og melting og ástand meltingarflóru.

Ofþyngd og offita og afleiðingar fyrir heilsu og sjálfsmynd einstaklingsins er ekki eins einföld eins og við kannski teljum. Allir eru sammála um að svarið liggi í matarræði og lífsstíl en lífsstíls þættirnir gleymast samt oft. Við höfum reynt að setja ábyrgðina alla á fituna í kjötinu og í smjörinu, við vorum vöruð við henni í allri sinni mynd með offitu-, kólesteról og hjartasjúkdóma kortið á lofti. Það tókst og fituhræðslan er enn lifandi þrátt fyrir, að það sé ljóst, að viðvörunin var byggð á röngum forsendum. Fitan hvorki gerir okkur feit eða hjartaveik. Hins vegar, þegar fitan var tekin úr matnum og við borðuðum eðlilega meira af brauði og pasta (kolvetni) fitnuðum við öll. 

Mín 25 ára starfsreynsla segir mér, að það að grennast og viðhalda varanlegu þyngdartapi er ekki falið í mataræðinu einu saman. Lausnin er heldur ekki að fjærlægja einn eða fleiri fæðuflokka úr fæðunni. Hins vegar er ágætis byrjun að borða minna. Af öllu. Það þýðir minni skammtastærðir af kolvetnum og minna af kjöti. 

Það er brýnt að minnka kjötneysluna af fleiri ástæðum en þeim sem víkja að offitu. Það er hreinlega allt of mikil kjötframleiðsla í heiminum og sem hefur áhrif á loftlagsbreytingar. Þetta verðum við öll að vinna saman um og minnka kjötátið. Til dæmis hafa 1-3 daga kjötlausa daga í vikunni.

Siðfræðilega erum við mörg sem hafa minnkað neyslu kjöts og margir alveg að forðast kjöt og eru grænmetisætur eða vegan sem algjörlega sporna við öllu sem á sinn upruna til dýra. Allir hafa rétt á að gera það sem þeim finnst vera réttast. Og við skulum öll sýna umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum.

Sjálf er ég flexitar, þeas ég borða hreint smjör og lífrænt og grasfóðrað kjöt öðru hvoru. Fitan er mér nauðsynleg fyrir heila, hormóna og taugakerfi og kjötið gefur mér alla flóruna af amínósýrum sem ég þarf í vöðva og til að búa til ómissandi gleðigjafa í formi boðefna í heila og mikilvæg andoxunarefni sem líkaminn býr til sjálfur úr til dæmis í lifrinni og B12 og járn fæ ég líka úr gæðakjöti.

Sykur forðst ég og borða sem minnst af. Af fleiri ástæðum. Meðal annars truflar viðbættur sykur einbeitinguna í starfi og í samskiptum við aðra og í nærveru við sjálfa mig t.d. í minni yoga iðkun. Sykurinn rænir mikilvægum næringarefnum og vítamínun og fitar mig um mig miðja og ruglar meltinguna. 


Hákarl! Hákarl !

Fyrir rúmlega mánuði síðan tók ég þátt í köfunarleiðangri í Maldívu. Við vorum 10 manna hópur sem i 14 daga bjuggum um borð á litilli ferju ásamt tveimur divemasters og 5 manna áhöfn. Tilgangur ferðarinnar var að sækja innblástur í fegurð og spennu undirveröldinnar, down under, og skrifa um upplifun mína og reynslu á ferðalagi sem bauð upp á margar áskoranir og margvísleg ný viðhorf. Eitt af markmiðum mínum var að takast á við margra ára ótta minn við hákarla.
Ég er ein af þeim mörgu sem eru með hákarla fóbíu, sem ég hef nært með því að sjá svo að segja allar þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið um þessi "hræðilegu" skepnur hafsins. Ég hef þannig séð allar Jaws myndirnar, Open water, og allar YouTube videóin um hákarlaárásir og þannig réttlætt ótta minn sem styrktist í hvert sinn. Nú var nóg komið fannst mér og tími til að sýna hugrekki og sigrast á þessarri fóbiu.

Ég vissi að það var óhjákvæmilegt að hitta á hákarla í Maldívu. Ég var búin að undirbúa mig og félaga minn um, að ég mundi sennilega bregðast illa við og að þetta mundi verða mjög erfitt fyrir mig. Þegar svo á reyndi, og ég sveif auglitis til auglitis ekki bara við einn heldur 5 white tips hákarla i einu þá gerðist......ekkert !! Eða þeas það gerðist allt mögulegt en enginn hræðsla eða ótti gerði vart við sig. Þvert á móti var ég heilluð af þessum tígurlegu skepnum og var uppnumin af æsingi að vera ekki hrædd ! Hey! Hvað var nú þetta ! Eftir öll þessu ár í ímyndun sem breyttis algjörlega þegar ég sá veruleikann eins og hann er.

Og er þetta ekki bara eitt dæmið um hvernig við búum til hræðslu, eða hindranir í staðinn fyrir að sjá hlutina í réttu ljósi. Þeir hafa verið margir, "hákarlarnir" í mínu lífi, sem ég hef látið stoppa mig af því að ég var óörugg eða hrædd.

Hvað heitir þinn hákarl ? " Það er erfitt að breyta um lífsstíl ", " Ég er þori ekki að breyta til ", " Ég vil heldur lifa innihaldslausu lífi því þar finn ég öryggi ", " ég er röng", " þori ekki að binda mig" , " þori ekki að sleppa " osfrv osfrv.

Þori ekki að taka á mataræðinu því það er svo erfitt. Hákarl! Hákarl !

Var að hlusta á konurnar sem tóku þátt í 10 ára yngri á 10 vikum, eftir samnefndri bók minni, og ég hugsa til þess, hvað þær voru í raun hræddar við að takast á við þessa áskorun fyrir 3 mánuðum síðan. Þær voru með ákveðnar fyrirfram mótaðar skoðanir á, hve erfitt það mundi vera en þegar allt kom til alls og þær fundu styrk og hugrekki til að breyta um formerki frá " þetta er svo erfitt" í " þetta er hægt og auðvelt ". Og raunin var sú, að þær eru enn allar á nýjum stað, orkumeiri, sjálfsstæðari, grannari og mun hugrakkari.

Það er ég líka. Núna get ég kafað hvar sem er í heiminum og þarf ekki að láta hákarlahræðslu stoppa mig !

Sjáumst

Þorbjörg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband